Kirkjan og kynferðisglæpamenn

 

Gunnar Björnsson er með storminn í fangið þessa dagana. Þetta er svo sem ekki fyrsta brælan sem hann lendir í á prestferlinum en hingað til hefur hann komið sæmilega heill í höfn.

 

Að þessu sinni eru það meint kynferðisafbrot sem borin eru á prestinn.  Við slíkum áburði er ekki nóg skipta skrá i kirkjudyrunum til að loka prestinn úti.

 

Kynferðisafbrot eiga hvergi heima og alls ekki meðal kirkjunnar þjóna. Samt er það svo að Gunnar Björnsson er ekki fyrsti íslenski presturinn sem fær á sig orðróm um óæskilegt kynferðisáreiti. Það eru ekki mörg ár síðan orðrómur um að einn af fyrrum biskupum okkar hafi gengið of langt í að gefa konum áreitandi auga. 

 

Það sem er alvarlegast við kynferðisafbrot er að oft eru glæpamennirnir  menn sem fórnarlömbin treysta 100%.  Sóknarbörn treysta prestum sínum oft betur en öðrum og leita til þeirra á erfiðum stundum. Glæpurinn getur ekki orðið ógeðslegri en þegar prestur nýtir sér traustið með kynferðislegri áreitni.

 

Ný segist Gunnar aðeins hafa faðmað og kysst stúlkurnar ungu á kynnina og vonandi er glæpur hans ekki meiri enn það.  En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig ráðuneytið, biskupsstofa og lögregla rannsaka þetta mál í ljósi þeirra rannsókna sem slík mál hafa áður fengið hjá kirkjunni.

 

Í Skandinavíu og víðast hvar í hinum siðaða heimi eru kynferðisbrotamál inna kirkjunnar rannsökuð ofan í kjölinn. Reynist áburðurinn sannur taka kirkjunnar þjónar, eins og aðrir glæpamenn sem á sannast sök, afleiðingunum með fangelsisvist og fjársektum.

 

Það er tími til kominn að íslenska kirkjan fari í rækilega sjálfskoðun. 

Orðrómur um kynferðislega áreitni kirkjunnar þjóna er áfall.  Þegar orðrómurinn kemur upp aftur er það stóráfall.

GÞÖ

 

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Innlitskvitt til þín Dunni minn!

Málið sem þú kommenterar á er þyngra en tárum taki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Heidi Strand

Samme hva som blir sagt, da kommer Bjugnsaken opp í tankene mine.

Heidi Strand, 5.5.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband