Gunnar Björnsson er með storminn í fangið þessa dagana. Þetta er svo sem ekki fyrsta brælan sem hann lendir í á prestferlinum en hingað til hefur hann komið sæmilega heill í höfn.
Að þessu sinni eru það meint kynferðisafbrot sem borin eru á prestinn. Við slíkum áburði er ekki nóg skipta skrá i kirkjudyrunum til að loka prestinn úti.
Kynferðisafbrot eiga hvergi heima og alls ekki meðal kirkjunnar þjóna. Samt er það svo að Gunnar Björnsson er ekki fyrsti íslenski presturinn sem fær á sig orðróm um óæskilegt kynferðisáreiti. Það eru ekki mörg ár síðan orðrómur um að einn af fyrrum biskupum okkar hafi gengið of langt í að gefa konum áreitandi auga.
Það sem er alvarlegast við kynferðisafbrot er að oft eru glæpamennirnir menn sem fórnarlömbin treysta 100%. Sóknarbörn treysta prestum sínum oft betur en öðrum og leita til þeirra á erfiðum stundum. Glæpurinn getur ekki orðið ógeðslegri en þegar prestur nýtir sér traustið með kynferðislegri áreitni.
Ný segist Gunnar aðeins hafa faðmað og kysst stúlkurnar ungu á kynnina og vonandi er glæpur hans ekki meiri enn það. En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig ráðuneytið, biskupsstofa og lögregla rannsaka þetta mál í ljósi þeirra rannsókna sem slík mál hafa áður fengið hjá kirkjunni.
Í Skandinavíu og víðast hvar í hinum siðaða heimi eru kynferðisbrotamál inna kirkjunnar rannsökuð ofan í kjölinn. Reynist áburðurinn sannur taka kirkjunnar þjónar, eins og aðrir glæpamenn sem á sannast sök, afleiðingunum með fangelsisvist og fjársektum.
Það er tími til kominn að íslenska kirkjan fari í rækilega sjálfskoðun.
Orðrómur um kynferðislega áreitni kirkjunnar þjóna er áfall. Þegar orðrómurinn kemur upp aftur er það stóráfall.
GÞÖ
Flokkur: Bloggar | 5.5.2008 | 14:08 (breytt 7.5.2008 kl. 09:51) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Af mbl.is
Innlent
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
Athugasemdir
Innlitskvitt til þín Dunni minn!
Málið sem þú kommenterar á er þyngra en tárum taki.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:42
Samme hva som blir sagt, da kommer Bjugnsaken opp í tankene mine.
Heidi Strand, 5.5.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.