Hvað hefur borgin verið að gera? Þessari spurningu veltu vinir mínir Valtýr Björn og Guðmundur Hilmarsson fyrir sér í þættinum Fótboltasumar á RÚV-inu í gær. Þeir voru að ræða aðkomu borgarinnar að uppbyggingu knattspyrnuvalla fyrir Reykjavíkurfélögin og voru sammála um að borgin hefði lítið sem ekkert gert fyrir Fram, Fjölni og Þrótt sem ekki eiga nothæfa velli fyrir efstu deild knattspyrnunnar.
Ég er svo sem alveg sammála þeim. Borgin hefur lítið sem ekkert gert. En ég er ósammála þeim í einu. Borgin á alls ekki að hafa neina forgöngu um að byggja upp fótboltavelli sem standa undir ströngustu kröfum UEFA. Það er sjálfsagt að borgin skaffi félögunum svæði og byggi upp æfingavelli fyrir börn og unglinga en félögin eiga sjálf að sjá sér fyrir keppnisvöllum.
Þetta hafa norsku félögin gert með góðum árangri. Þau byggja upp flotta velli með stúkum fyrir 10 20 þúsund áhorfendur í sætum. Undir áhorfendastúkunum skapast að sjálfsögðu mikið pláss sem hægt er að leigja út til fyrirtækja sem standa að stórum hluta undir byggingu og rekstri mannvirkjanna.
Sem dæmi skal ég nefna Lilleström sem hefur byggt upp frábæra áhorfendastúku kringum völlinn sinn á ,Åråsen, þar sem þeir hýsa bílasölu, bókabúð, bílaverkstæði, læknastofur og verslanir undir sætunum.
Breytingin á Åråsen hefur orðið til þess að nú eru áhorfendur að meðaltali um 9000 á heimaleikjum Lilleström í stað um 5000 áður.
Ef við ætlumst til þess að Íslendingar komi í meira mæli á völlinn til að sjá fótbolta verður að laga umgjörðina í kringum leikina. Það verður ekki gert nema öll aðstaða batni verulega sem kallar á lokaðar og yfirbyggðar stúkur í kringum vellina. Úrvalsdeildarfélögin þurfa að 4 8 þúsund sæta stúkur til að byggja upp almennilega umgerð í kringum knattspyrnuleiki. Það getum við gert á Íslandi ekkert síður en gert hefur verið í Noregi.
En ef við gerum það ekki er alveg eins gott að hætta að taka þátt í Evrópukeppnunum. Við höfum ekkert þar að gera án fótboltavalla sem hæfa þeim viðburði sem alvöru knattspyrnuleikur er.
GÞÖ
orangetours.no
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.