Í Noregi er talið að um 2500 konur stundi vændi. Þar af eru það rúmlega 1000 sem eru í götuvændinu. Nú á að fara setja lög í landinu sem gera þessar konur atvinnulausar. Í nýju lögunum verður nefnilega karlmönnum bannað að kaupa sér blíðu þeirra. Og ekki nóg með það. Á þinginu heyrast raddir um að hrammur laganna muni grípa þá karlmenn glóðvolga sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna erlendi. Þar með gæti hluti vændiskvenna í bæði Gambíu og Thailandi misst drjúgan hluta tekna sinna þar sem þessi lönd eru vinsæl meðal Noðmanna sem ekki fá notið ásta heima fyrir í nægu mæli.
Ekkert er þó minnst á að norskum konum, sem fara í hópferðum til Gamíu til að njóta þjónustu fylgdarsveina, verði refsað við heimkomu komist upp um þær.
Í lagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að neitt verði gert fyrir hinar atvinnulausu portkonunur. Ekki fá þær atvinnuleysisbætur eftir að atvinnugrein þeirra verður lögð niður.
Talskonur í kvennaathvörfum leggja til að þessum konum verði boðið upp á námskeið og þjálfun í "hefðbundnum kvennastörfum" svo þær geti unnið fyrir sér á "heiðarlegan" hátt. En sannleikurinn er sá að þær norsku konur sem stunda vændi hafa valið þetta starf sjálfar eftir því sem komið hefur fram í viðtölum við margar þeirra.
Og af hverju ætli þær hafi valið sér vændið sem atvinnugrein? Jú. Að vinna sem kassadama í stórmarkaði stendur ekki undir þeim útgjöldum sem lífstíll þeirra kallar á. Vændið er einfaldlega betur borgað og þær geta skipulagt vinnutíma sinn sjálfar. Svo segir alla vega trúnaðarkona norskra gleðikvenna í Ósló.
GÞÖ
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Athugasemdir
,,Ekki fá þær atvinnuleysisbætur eftir að atvinnugrein þeirra verður lögð niður."
Þá eru frændur mínir Norðmenn öflugri en ég átti von á ef þeim tekst að leggja af elstu atvinnugreinina.
Matti
Ár & síð, 10.4.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.