Annar lögreglumannanna, sem handtók Nigeríumanninn Eugene Obiora, í Þrándheimi í fyrra, með þeim afleiðingum að hann kafnaði, kennir núna handtökutækni við norska Lögregluháskólann. Svo segir Abid Raja, pakistasnkur lögfræðingur Obiorafjölskyldunnar sem hefur kært lögreglumennina fyrir morð.
Það er kannski ekkert einkennilegt við að meintur morðingi Nigeríumansins kenni verðandi lögregluþjónum réttu handtökin í ljósi þess að hann fékk mikið hól hjá formanni lögreglufélagsins fyrir frammistöðuna við handökuna á Obiora.
Sem betur fer eru ekki allir Norðmenn á sama máli og flestum finnst aðsjálfsögðu fáranlegt, ef satt er, að maður sem ekki getur sjálfur haldið sigvið viðteknar öryggisvenjur við handtöku kenni nemum í lögregluskólanumfangbrögðin sem beita á.
Obiramálið fær mikla umfjöllun í pressunni um þessar mundir þar sem rannsókn á handtökunni stendur nú yfir. Dagblaðið Klassekampen hafði samband við Lögregluháskólann og spurði hvort satt væri að meintur morðingi kenndi handtökutækni við skólann. Skólayfirvöld vildu hvorki neita því né játa.
Þeir sem urðu vitni að átökunum hafa tjáð sig á þann hátt að þeir sjái eftirþví að hafa ekki gripið inn í átökin þar sem augljóst var að hverju stefndi.Þeir segja að lögreglumaðurinn hafi sagt að hann "kæfði hann" meðan áátökunum stóð.Vitnin sögðu einnig að Obiora hafi grátbeðið lögreglumennina um að þyrma lífi sínu.
Hef eiginlega ekki geð í mér til að koma með frekari lýsingar á atburðunum í Þrándheimi þar sem lögreglumennirnir gripu algerlega óbeðnir inn í deilu milli Obiori og öryggisvarða í einni af stofnun bæjarins. Hins vegar kemur í ljós í næstu viku hvort lögreglumennirnir verði dregnirfyrir dómstóla ákærðir fyrir morð á Nígeríumanninum.
Sagan af morðinu á Eguene Obiora er umhugsunarverð og enn eitt dæmi um lögregluofbeldi. Það segir ekkert um að allir lögreglumenn séu nýðingar. En það setur ljótan blett á störf lögreglunnar. Einkum innra eftirlitið sem ekkert fann athugavert við handtökuna. Er ástandið betra eða verra í íslensku lögreglunni?
Flokkur: Bloggar | 5.7.2007 | 20:42 (breytt kl. 20:52) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.