Færsluflokkur: Menning og listir
Þegar maður starfar í fjölmenningarskóla þar sem flestir nemendur eru börn islamsks flóttafólks getur eitt og annað gerst sem maður á ekki að venjast í íslenskum grunnskólum. Margt er skemmtilegt meðan annað ern nokkuð sem maður vill helst ekki reyna. Ætla að deila með ykkur einni skondinni sögu úr tónlistakenslu.
Nú er þar til máls að taka að í föstumánuði múhameðssafnaðanna, ramadan, héldum við uppi hefðbundinni tónlistarkenneslu í skólanum. Samkvæmt kennsluáætlun ársins var komið að því að börnin áttu að læra á blokkflautu og kynnast öðrum tréblásturhljóðfærum fornum og nýjum frá felstum heimshlutum. En þá kom nú babb í bátinn.
Tónlistarkennarinn fékk bréf frá imaminum í marókóskri mosku, sem stendur á skólalóðinni, þar sem farið var fram á að blokkflauta yrði ekki dregin fram meðan á ramadan stæði. Ástæðan var að blokkflauta er hljóðfæri djöfulsins og alls ills. Í hvert skipti sem tónn heyrðist úr blokkflautu fóru púkar af stað og imamin vildi forða börnunum frá áreit andskotans í helgasta mánuði ársins.
Nú voru góð ráð dýr. Hvorki vildum styggja hið marokanska trúsamfélag eða hinn volduga allah. En við vildum nú samt fá að nota blokkflautuna svo skotið var á hálfgerðum krísufundi þar sem við réðum ráðum okkar.
Ég kom með þá bráðsnjöllu hugmynd um að við mættum sjáfsagt nota blokkflautuna bara ef við hefðum opna glugga á tólistarstofunni. Þá myndu púkarnir örugglega verða frelsinu fegnir og fljúga út um gluggann.
Hugmyndin var borin upp við islamska kennarana við skólann, sem flestir eru í frjálslyndari kantinum og sýndist þeim að þetta ætti að geta gengið.
Tore tónn skrifaði imaminum frá Marokko bréf og sagði frá hinni stórgóðu hugmynd Íslendingsins. Imamen var ekki eins hrifinn og við í skólanum. Hann sagði þvert nei. Ef púkarnir geta flogið út um gluggann komast þeir líka inn um hann. Og þar sem þeir eru elskir að tónum hljóðfæri hins illa væri mjög líklegt að þeir færu ekki út úr kennslustofunni meðan tónar blokkflautunnar liðu um loftið. Og ef við ætluðum að halda fast við að kenna á blokkflautu á ramadan myndu margar fjölskyldur taka börn sín úr skólanum þá daga sem þau ættu að vera í tónlistarkennslu. Það væri óforsvaranlegt að börnin væru árteitt af sonum djöfulsins á hinum heilaga ramadan.
Við pökkuðum blokkflautunum niður og frestuðum kennslu á þetta annars ágæta hljóðfæri þar til eftir jólafrí.
Menning og listir | 26.6.2007 | 10:30 (breytt kl. 10:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar