Færsluflokkur: Bloggar

Ólafur F sigurvegari

Skrifaði þessa færslu sem svar annarstaðar en layoutið mislukkaðist eitthvað svo ég læt hana inn hérna líka.

Það er lágt leggst lágt ef á að kenna Ólafi um hvernig fór fyrir síðasta meirihluta.  Munum hvernig til hans var stofnað.Það var ekki Óalfur sem seldi 75% af kosningaloforðum sínum til að komast að völdum í Reykjavík. 

Það gerði Sjálfstæðisflokkurinn.Ólafur var duglegur við að hæla sér af því, í tíma og ótíma, að hann hafi komið 75% af kosningaloforðum sínum inn í málefnasamninginn sem hann gerði við Sjálafstæðisflokkinn.  Og það ar meðvituð taktík hjá Ólafi.  Hann vildi að borgarbúar vissu hve lágt fyrrum flokksbræður hans og systur lögðu sig til að koma Tjarnarkvartettinum frá völdunum eftirsóttu.

Það lýsir best hinum bláeygu sjálfstæðismönnum að þeir voru búnir að gleyma hve þrjóskur og ósamvinnuþýður Ólafur er.  Þeir gerðu málefnasamninginn við Ólaf og hann sem borgarstjóri gerði ekkert annað en að halda sig við þann samning upp á punkt og prik.  Nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn reiknaði aldrei með. 

Ólafur F er enginn Framsóknarflokkur sem aldrei hefur verið annað en strengjabrúða í höndum Sjálfstæðisflokksins.  Flokkurinn sá því fram á að hann kæmi ekki einu einasta af stóru kosningamálum sínum í framkvæmd á kjörtímabilinumí samstarfi við Ólaf sem hélt sig við málefnasamninginn.

Sjálfstæðisflokkurinn átti því engin önnur ráð en að slíta samstarfinu við Ólaf í þeirri von  að einvher önnur verk en skítverk böðuð í pólitískum óþef yrðu eini minnisvarði þeirra að loknu kjörtímabilinu.

En eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur selt sig í tvígang á þessu kjörtímabili. Og í bæði skptin á brunaútsölu. 

 


Olíufélögin enn við sama heygarðshornið

Mér finnst einkennilegt að lesa í dagblöðum og á blogginu um "samræðisolíufélögin" á Íslandi. 

 Það er engu líkara en að þau hafi ekkert lært af samráðsdóminum um árið og þau skríði ætíð undir sömu sæng þegar taka þarf ákvörðun um breytingu (hækkun) eða ekki breytingu á olíu og bensínverði.

Af hverju ættu þau svo sem að taka mark á dóminum fræga.  Stjórnendur þeirra komu út með hvítskrúbbaðar hendur og bros á vör vitandi að þeir komust upp með að stela milljarða tugum af almenningi og fyrirtækjum á Íslandi.

Maður gæti dregið þá ályktun að það hefðu verið persónulegir vinir þeirra sem felldu dóminn í Hæstarétti.

Hér í Noregi er samkeppnin öllu virkari.  Í gær sá ég allt upp í 20 króna mismun á 95 oktana bensínu milli bensínstöðva. Það munar um það þegar 60 lítra tankurinn er fylltur.     


Steffen Iversen rekinn heim

FOTBALLANDSLAGET__38594o  Miðherjinn góðglaði hjá Rosenborg, Steffen Iversen, var rekinn heim frá landsliðinu þegar hann mætti ekki á réttum tíma til fundar við landsliðshópinn í Ósló í gær.

Strákurinn datt íða á sunnudaginn og var ekki vaknaður kl 12:00 þegar hópurinn átti að mæta í andyri hótelsins í Ósló áður en hann hélt á landsliðsæfingu.  Åge Haraide, landsliðsþjálfari, sætti sig ekki við framkomu fyrrum Tottenham leikmannsins og sagði honum einfaldlega að hundskast heim og læra á klukku.

Iversen hefur nú beðið alla aðila sem málið heyrir undir afsökunar og reiknað er með að hann fá náð fyrir augum Åge aftur er liðið tekur á móti Íslandi á Ullevål í eftir 17 daga.


Elsa yfirgefur Frjálslynda

Elsa B. Friðfinnsdóttir, eiginkona Kristins H. Gunnarssonar, hefur yfirgefið Frjálslyndaflokkinn samkvæmt frétt í DV í dag.  Nokkuð skondið að eiginkona eins þingmanna flokksins vilji ekki láta bendla sig við hann.

 En það gerir ekkert til því Ólafur F. er genginn til liðs við vini sína þar á ný.  Því má segja að þegar eitt ..... fertekur annað við.

 

Annars hlakka ég mikið til að sjá fyrstu myndina sem tekin verður af þeim Ólafi F og Jóni Magnússyni saman eftir að þeir sameinast á ný í einum og sama stjórnmálaflokknum síðan þeir hröktust úr Sjálfstæðisflokknum.  Kannski að takist með þeim ástir á ný. 


Hvað hefur komið fyrir Lavrov

Þessar vikurnar hrökkva hver ummælin á fætur öðrum af vörum Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússa,  em fær fólk flest til að hrökkva við. Um daginn sagði hann að heimurinn gæti bara gleymt sjálfstæði Georgíu meðan yfirvöl þar í landi létu ekki rússneska íbúa lýðveldisins í friði.

Nú ropar hann því út úr sér að ráðherrafundur NATO reyni að hjálpa glæpastjórninni í Georgíu.

Ummæli þessi eru með ólíkindum í ljósi þess að Sergej Lavrov er einn af allra reyndustu stjórnmálamönnum Rússlands og er frekar þekktur fyrir að vera ábyrgur orða sinna en að gaspra í fyrirsögnum.

Ég velti því fyrir mér hvort Lavrov er á örvandi lyfjum þessa dagana eða hvort sjálfur James Bond gömlu Sovétríkjanna, Vladimir Putin, hefur sparkað svona hressilega í rassgatið á utanríkisráðherranum.


mbl.is „NATO reynir að bjarga glæpastjórn Georgíu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Jón M nú.

Ólafur F gerði það bara nokkuð gottí Kastljósinu hjá Helga á dögunum þegar hann ræddi meirihlutaslitin í Reykjavík.  Hans besta framganga í fjölmiðlum síðan fyrir jól.  

Nú kastar Ólafur aftur sprengju inn í fjölmiðlana þegar hann segist ætla að ganga tilliðs við Frjálslynda á ný.

Hvernig doktor Ólafi dettur þetta í hug er mér og örugglega mörgum öðrum ráðgáta í ljósi þess hvernig forysta FF hefur svarið Ólaf af sér og nánast hæðstað honum fyrir axarsköftin sem hann gerði sem borgarstjóri.

Hvernig tekur svo Jón Magnússon á móti Ólafi eftir allar yfirlýsingar sínar um að Ólafur komi FF ekkert við og flokkurinn vilji ekkert með hann hafa. 

Það er því deginum ljósara Ólafur getur aldrei gengið í Frjálslyndaflokkinn öðruvísi en að tapa verulega af sjálfsvirðingu sinni og þar með virðingu fjölda fólks sem metur Ólaf sem manneskju þó honum hafi verið mislagðar hendur sem borgarstjóri.

Engin veður þó meira í eigin skít en Jón Magnússon sem varla getur verið þekktur fyrir að sitja í sama flokki og Ólafur sem hann hefur afskrifað svo kirfilega í vetur. Ég held bara að Ólafur geti þá  borið höfuðið hátt við  hliðina á Jóni M.   


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki Veigar Páll

465px-Veigar_Pall_Gunnarsson_2006_06_06Sitjandi hér handan við hafið veltir maður því fyrir sér hvers vegna Veigar Páll eigi ekki sæti í landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan.  Veigar hefur leikið eins og engill fyrir Stabæk í sumar og kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum mörkum í bikarnum í gær.

Þá hefði líka verið í lagi að sjá nafn Garðars Jóhannsonar í hópnum. Hann hefur átt fínt tímabil með FFK.

En Breiðablik hefur staðið sig vonum framar í sumar og sjálfsagt ástæða til að verðlauna liðið með því að taka tvo leikmenn þess með í hópinn.  Það eru bara svona vangaveltur sem fara í gegnum höfuðin á a.m.k. 250 þúsund Íslendingum sem gjarnan vilja leggja Óla Jó lið við val á landsliðshópnum.  Allt í lagi að hugsa upphátt af og til.  Og vonandi verður leikurinn á miðvikudaginn það veganesti sem nægir liðinu til að vinna Norðmenn á Ullevål í september.   


Jón gegn Guðjóni A

Sandkorn DV veltir fyrir sér hvort orð Margrétar Sverrisdóttur muni rætast á næsta flokksþingi Frjálslynda flokksins.  Er Nýr Vettvangur gekk í heilu lagi inn í FF sagði Margrét það gert í þeim tilgangi að yfirtaka Frjálslyndaflokkinn.

Nú hefur orðrómur borist til eyrna Sandkorns að Jón ætli sér mikinn á landsþinginu og láti sér varla nægja neitt minna en formennsku í flokknum hvort sem hann fer gegn Guðjóni eða að skipstjórnn að vestan dragi sig í hlé.  Það verður þó að teljast ólíklegt þarsem Guðjón Arnar telur sig örugglega eiga margt ógert sem flokksformaður.

Eftir "glæsilegan" fund Jóns M og Sigurjóns Þ.  á Reyðarfirði lítur út fyrir að Jón hafi fyllst meiri eldmóði en nokkurn tíma áður og nú á að leggja Norðurlandið í heilu lagi að fótum flokksins.  Gujón fær reyndar að vera með á Blönduósi en á bloggi Jóns les maður það á milli línanna að hann sé eiginlega óþarfur þar.  Þeir Sigurjón sé fullkomlega menn til að rikka upp einum og einum fundi.

 En það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni hjá Frjálslyndum. Kanski þeir verði bara Mislyndir eftir landsþingið.   


Kristján og Keflvíkingarnir

Kristján Guðmundsson er aldeilis búinn að troða ósoðinni kartöflu ofan í kok þeirra Keflvíkinga sem gagnrýndu hann hvað mest fyrir tveimur árum síðan.  Þá voru þeir ekki vissir um hvort hann fengi að halda áram með liðið.

Hvað segja þeir í dag þegar margt bendir til að hann muni færa þeim Íslandsmeistarabikarinn eftir síðustu spyrnu Landsbanakdeildarinnar í haust.


Fylkir í foraðinu

Einhvern veginn átti maður von á að Fylkir myndi nú klára sig í botnbaráttunni þegar þeir fengu Skagamenn í heimsókn.  Því var ekki að heilsa.

En til að forað Fylki frá skömminni þurfti Austra strák til.  Valur Fannar bjargaði því sem bjargað varð.  Vona að Leifur launi honum vel fyrir stigið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband