Bestir

Kristján Örn Sigurðsson átti mjög góðan leik í Brannvörninni gegn Rosenborg í kvöld og var að launum valinn maður leiksins á Brann Stadion.  Reyndar áttu Ármann Smári og Birkir Már einnig góðan leik.  En meistaraarnir frá Bergen geta þakkað Kristjáni fyrir að ná stiginu. Hann pakkað Steffen Iversen saman í hvert skipti sem sem Norðmaðurinn komst inn í teiginn og tæklaði hann upp úr skónum.

Birkir B

Birkir Bjarnason átti líka stórleik með Bodö á Akers Stadion í Molde og var valinn maður leiksins með einkunnina 7 af sérfræðingum TV2. Sennilega besti leikur Birkis í sumar.

Svo átti Veigar Páll flottan leik með Stabæk í gær og skoraði markið í 1 - 1 jafnteflinu gegn Lyn.  VG veltir því fyrir sér hvílíka snillinga Íslendingar eiga í boltanum ef ekkert pláss finnst fyrir Veigar Pál í landsliði eyjaskjeggja. Lítur út fyrir að Norsarar séu farnir a skjálfa fyrir 6. sept.

Þeir mega gjarnan skjálfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband