Gardínurnar kostuð 10 milljónir

Er svo hjartanlega sammála að þetta er rugl.  En þetta rugl er bare ekkert óalgengt bæði hér í Noregi og svo virðist ruglið vera að planta sér niður á Íslandi líka.

Þegar menn eru farnir að fá yfir hálfan milljarð í fyrir að hætta hjá einhverju fyrirtæki lítur það ekki bara út sem rugl í augum venjulegra launþega. Hjá þeim llítur þetta líka út fyrir að vara brjálsemi, heimtufrekja og ekki síst þjófnaður frá þeim sem sparað hafa nokkrar krónur til að kaupa sér hlutabréf.

Látum vera að menn sem hafa staðið sig vel í stjórnun fyrirtækja sem hafa vaxið og dafnað undir þeirra stjórn.  Það er sjálfsagt að verðlauna slíka stjórnendur. En ekki með hálfu milljarði.

Norðmönnum er enn minnisstætt þegar Kjell Inge Rökke rak forstjóra ens fyrirtækja sinna í London.  Hann var rekinn fyrir bruðl með fjármuni fyrirtækisins og þótti standa sig illa starfi.  Sá fékk þokkalegan strafslokasamning.  Alla vega nóg til að koma sér til Noregs og leita sér að annari vinnu í einhverja mánuði.  Pakkinn hefði örugglega nægt mér og öðrum fótgönguliðum í atvinnulífinu í mörg ár.

En steinin tók úr þegar forstjórinn ætlaði að hirða gardínurnar úr forsjóraíbúðinni í London og hengja þær fyrir gluggana heima hjá sér í Ósló.  Að vísu hafði forstjórinn keypt gardínurnar sjálfur, eftir kræsnu vali eiginkonunnar, en að sjálfsögðu borgaði Rökke.  Sjálfsagt hefði forstjórinn fengið að hafa með sér gluggatjöldin ef þau hefðu verið eins og hjá venjulegu fólki. Svo var bara alls ekki þar sem þau voru úr sérhönnuðu og ofnu efni og kostuðu litilar 700 þúsund nkr.  Það er hátt í 10 milljónir ísl. kr. 

Þessar gardínur vildi Rökke hafa sjálfur enda aldrei heyrt getið um jafn dýrar gardínur í 140m2 íbúð.  

 


mbl.is „Hluti af ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband