Misvitur Seðlabankastjóri

"Ákvörðun Seðlabankans í gær um vaxtahækkun er misráðin"...  Svo segir í bréfi frá Samtökum Atvinnulífsins.

Það er ekki nokkur maður hissa á þessari staðhæfingu Vilhjálms Egilssonar hjá SA. Hann hefur áður sagt þetta og margir aðrir líka. Það sem maður er kanski mest hissa á er  að það sem Vilhjálmur segir er alveg satt.  Greiningadeildir erlendra stórbanka taka undir með Vilhjálmi og kórfélögum hans í atvinnulífinu.

Kolvitlaus vaxtapólitík Seðlabankans er það sem er að setja íslensku bankana í vandræði með lánsfé. Það kemur hart niður á bæði fyrirtækjum og venjulegu launafólki sem verður, eins og alltaf, verst úti þegar harðnar á dalnum í atvinnullífinu.

Það er því sorglegt, en eins og við var að búast, að heyra Davíð Seðlabankastjóra, sem ber höfuðábyrgð vitleysunni í bankanum og Geir forsætisráðherra, sem horft hefur aðgerðarlítill eða laus á alla vitleysuna, kenna ameríska húsnæðismarkaðnum og einhverjum undiróðursmönnum um árás á íslenska efnahagskerfið um hvernig komið er.   

Ef íslenskar ríkisstjórnir, um aldur og ævi hér eftir, átta sig ekki á því núna að Seðlabankastjóra djobbið er ekki á færi misviturra stjórnmálamanna heldur sérfræðinga, þá er þjóðin sennilega bara betur sett án ríkistjórnar.  Það væri kanski best að skipta landinu upp í sjálfstæð landshlutafylki sem færu með efnahgassmálin hvert í sínum landshluta ásamt fulltrúum sveitafélaganna.  

Það yrði alla vega ekki vitlausara en núverandi efnahagsstjórn.

GÞÖ

http://orangetours.no/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband