Góður túr hjá Jóni

Þeir klikka ekkert strákarnir að heiman þegar þeir á dífa trollinu í hafið. Tæplega 2400 tonn af kolmunna eftir að hafa togað í 36 tíma er góðar fréttir í kreppukjaftæðinu.  Sá að guli punkturinn var kominn á rúmlega13 hnúta hreyfingu eld snemma í morgun.  Það boðar peningalykt á Eskifirði og það er gott mál.  Sá líka að Hákon var kominn á svæðið og vonandi gengur þeim líka fljótt og vel að fylla.

En langt þurfa þeir eftir þessum ófríða fiski.  Þegar þetta er skrifað á Jón Kjartansson eftir tæpar 500 mílur heim.  En þeir geta verið ánægðir drengirnir að þeir sjá alla vega "Super Sunday" leikinn heima í stofu.

Kolmunni er kærkomin uppfylling nú þegar ekkert bendir til að nein loðnuvertíð sé inni í myndinni. Ekki veitir okkur af sem mestu aflaverðmæti upp úr sjó núna.  Held að íslenska þjóðin sjái það nú betur enn nokkru sinni síðustu 40 árin að það eru og hafa allataf verið íslensku sjómennirnir sem verið hafa ankerið í efnahagslífi landsins og gert þjóðinni kleyft að byggja upp það velferðarkerfi sem við höfðum þó náð. Pappírskettirnir, sem slógu sér á brjóst og töldu sig útrásarvíkinga, hafa ekkert með velgengni þjóðarinnar að gera. Þvert á móti eyðilögðu þeir árangurinn sem náðst hafði í uppbyggingunni frá stríðslokum og til aldamóta.  Og máttvana ríkisstjórn og ónýtur Seðlabanki horfðu á þjófnaðinn án þess að hreyfa hönd eða fót.   

 


mbl.is Með fullfermi af kolmunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband