Hatur og Heimska í Sjálfstæðisflokknum

GeirÞað er hreint út sagt pínlegt að heyra væilið í forsætisráðherra vorum um þessar mundir.  Hann er náttúrlega hundfúll yfir að hafa klúðrað ríkisstjórnarsamstarfinu við Samfylkinguna.  Vitandi að stjórnarsamstarfið brotnaði á hans eigin getuleysi til að takast á við innanhússvandamál Sjálfstæðisflokksins.  Hann treysti sér ekki, nema hann sé svo siðblindur að hann hafi ekki viljað hreinsa út úr ríkisstjórn sinni og reka Davíð og heimilishundana hans tvo, út úr Seðlabankanum.

Geir Haarde treysti sér einfaldlega ekki til að láta flokksmenn sína axla þá ábyrgð að hafa með heimskulegum stjórnvaldsaðgerðum, til fjölda ára, komið Íslandi hreint gjaldþrot.  auðvitað hafa ríksistjórnir undanfarna tvo áratugi gert ýmislegt gott en þau ágætu verk falla bara í skuggann af gjaldþroti Lýðveldisins. 

Það sýnir best hve Geir er getulaus að hann segir stjórnina hafa fallið vegna haturs Samfylkingarinnar á Davíð Oddssyni.  Og svo bætir hann ofan á aumingjaskap sinn og hælir Davíð og félögum, sem hlegið er að um heim allan, fyrir vel unnin störf í Seðlabankanum.  Var það vel unnið starf að þjóðnýta Glitni og gjöreyðileggja með því tiltrú á okkur í útlöndum?

Ef Geir Haarde heldur að hatur fólks ráði því hvort ríkisstjórnir lifa eða deyja þá hefði þessi ríkisstjórn aldrei verið mynduð vegna augljóss haturs Sjálfstæðismanna á forseta Íslands.  Fólk er bara ekki svona almennt. En það finnst greinilega í Sjálfstæðisflokknum.

Engin fráfarandi forsætisráðherra hefur verið jafn ræfilslegur og Geir Hilmar Haarde sem skortir allt sem góðan stjórmálaforingja prýðir.  Ekki hefur hann sjálfstraust, enga sjálfsgagnrýni hefur hann heldur og svo á síðustu metrunum niðurlægir hann sjálfan sig með lygum og blekkingum til þess að fela vanhæfni sína til að leiða ríkisstjórn á krepputímum. af hverju halda menn að Samfylkingin hafi boðið Jóhönnu til að leiða liðið?  Geir einfaldlega gat það ekki.

Ég hafið mikla trú á Geir Haarde þegar hann tók við forsætisráðuneytinu og vænti mér mikils af honum.  En svo virðist að á fyrsta degi hafi Geir fengið sér blund í ráðuneytinu og ekki vaknað fyrr en skútan var kominn í strand upp í harða grjót með brimskaflana allt í kringum sig. Og svo lagði hann sig aftur þegar björgunarstarfið hófst     


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hefur verið mikill lappadráttur hjá Sjálfstæðisflokknum síðan fjármálakefið fór á hliðina í haust. Samfylkingin sem flokkur og einstakir ráðherrar hennar hafa legið undir miklu ámæli vegna þessa. Það er mjög skiljanlegt og sérstaklega vegna þeirra miklu þagnar sem viðið hefur allan tíman. Ég tel að meginskýringin á því að Samfylkingin þraukaði svo lengi, hafi verið sú að Sjálfsæðisflokkurinnværi að endurskoða ESB stefnu sína.

Þjóðin gat ekki beðið svo lengi og vandinn haugaðist upp. Það er sorglegt nú eftir stjórnarslit, að fá af því fréttir frá Samfylkingu að ýmis úrræði hafi legið tilbúin á borðum Sjálfstæðisráðherra, án þess að vera hrint í framkvæmd, má þar nefna afnám stimpilgjalda af skuldbreytingum fyrirtækja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Dunni

Nákvæmlega Hólmfríður. Flokkurinn var einfladlega lamaður vegna forystuleysis. Þorgerður Katrín reyndi að hafa einhverja forystu en var fryst af forætisræðaherra sem tók við tilskipunum frá Davíð úr Seðlabankanum.  Davíð var í raum bæði Seðlabankastjóri og forsætisráðherra.

Dunni, 31.1.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband