Hvalveiðar hvað sem það kostar?

Ég hef allatíð verið andvígur hvalveiðibanninu við Ísland.  Vitaksuld á fískveiðiþjóð eins og Ísland er að ráða því sjálf hvernig hún nýtir auðlind sýna.  Þar með hvalina.  Það er hins vegar heimslulegt að nýta hvalinn ef það kostar okkur meira en hvalveiðarnar gefa okkur.

Við veðrum að sætta okkur við þá veröld sem við lifum í. Og þó Krístján Loftsson skilji það ekki er almenningsálitið í hesltu viðksiptalöndum okkar ekki beinlínis með hvalveiðum.  Þess vegna þarf ríkistjórn og Alþingi að undirbúa sig vel áður en leyfi er gefið fyrir hvalveiðum í stórum stíl. Það gæti orðið okkur æði dýrkeypt ef ESB löndin settu innflutningsbann á íslenskar fisk til að mótmæla hvalveiðunum.  Við skulum átta okkur á því að það er enginn hörgull á fiski þessa mánuðina.  Allar frystigeymslur fullar bæði á Íslandi og í Noregi. Þá eru haugar af saltfiski, alla vega í Noregi, sem beðið er eftir að keyptir verði til S-Evrópu.

Það verður að segja eins og er að Noræmenn hafa verið miklu flinkar við að réttlæta hvalveiðar sínar fyrir umheiminum en Íslendingar. Þess vegna er ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar nú, um að stórauka hvalveiðarnar gersamlega út í bláinn. Reyndar í samræmi við það sem búast mátti við af honum, litlausasta stjórnmálamanni sem setið hefur á þingi áratugum saman.  Ákörðunin vwr ekki borin undir ríkisstjórnina og þaðan af síður Alþingi.  Engin efast um rétt ráðherra til að taka ákvörðunina.  En nú er ég smeykur um að margir efist um greind ráðherrans og hæfni hans til að sitja í ríkistjórn.  

Var Einar Kristinn að hugsa um þjóðarhag þegar hann ákvað reglugerðina eða var hann að hugsa um sitt eigið skinn, markaðsetja sjálfan sig og vinna tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem nú er rotinn og andfúll að búa sig undir landsfund og kosningar.

Ég skil Gujón Arnar vel.  Hann er sjómaður og vill að við gerum okkur alla stofna hafsins kringum landið að lifibrauði þjóðarinnar.  En það er ekki sama hvað það kostar.  Við getum ekki borgað með hvalveiðum nú. Þess vegna verðum við að finna markaði og réttlæta veiðarnar og fá þær viðurkenndar áður en þær eru leyfðar.  


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vanta upplýsingar í þessa fréttamennsku.

Hvað skapast mörg störf kringum veiðar á 150 hvölum á ári.

Hvert er söluverðmætið.

Hver er áætluð aukning á þorski og öðrum tegundum skv. líkani Hafró m.v. minnkun á hvalastofni. (m.v. 70% stofnstærð hvala er áætlað að þorskur aukist um 20%).

...hvaða verðmætaaukningu hefði það í för með sér, störf o.s.frv.

...það vantar svo mikið af upplýsingum í þetta að það er ómögulegt að taka upplýsta afstöðu.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Dunni

Nákvæmlega Jóhann.   Einar K. ákveður upp á sitt eindæmi að gefa út þessa reglugerð án þess að nokkrir útreikningar eða rökstuðningur liggi að baki. að sjálfsögðu vilja allir að við nýt hvalstofnana eins og aðra stofna hafsins. En það verður að miða alla nýtingu við þær aðstæður og þá markaði sem við búum við.

Giggsy.  Ef afrakstur hvalveiða er ekki nema 5 milljarðar á ári tekur nú varla að fórna örum mörkuðum fyri þessa blessað skepnu sem náttúruverndarfólk virðist elska umfram aðrar skepnur.  Fimm milljarðar eru prómill dropi í hafið miðað við það sem við þurfum nú.

Dunni, 29.1.2009 kl. 13:30

3 identicon

Líklega er Einar Kristinn að gera þetta til að geta rukkað fyrirtæki Kristjáns um framlög í kosningasjóð, tímasetningin bendir til þess. Sem sýnir að það þarf að berjast gegn öllum duldum hagsmunatengslum stjórnmálaflokka, með því að skylda þá til að gefa upp hverjir styrkja þá.

Ég vil ekki flokka hvalavini sem umhverfisverndarfólk.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband