Án ríkistjórnar og án Seðlabanka

Það var mikill fengur í Englendingunum sem jusu af viskubrunni sínum í Silfri Egils í gær. Willem H. Buiter og Aanna Sibert gerðu grein fyrir Landsbankaskýrslunni svo kölluðu og upplýstu það að íslensk stjórnvöld hafi hreinlega hundsað aðvaranir þeirra um stórkstleg efnahagsvandræði.

Sé minnsti fótur fyrir þessum upplýsingum Englendingana er það morgunljóst að ríkistjórn, Seðlabanki og fjármálaeftirlit hafa algerlega brugðist skyldum sínum og því trausti sem menn þá höfðu á þessum stofnunum samfélagsins.  Eiginlega ætti efnahagsbrotalögreglan að sækja alla þá sem sitja uppi með ábyrgðina á þessum hamförum og stinga þeim á bak við lás og slá meðan á rannsókninni stendur. Hvernig eigum við að treysta því, í ljósi upplýsinganna frá Bretunum, að þessir óhæfu stjórnmálaog embættismenn reyni ekki að hylja slóð sína í stærsta glæp Íslandssögunnar frá Flugumýrarbrennu.

Það er vægt til orða tekið hjá Willem H. Buiter að við höfum í raun verið án Seðlabanka.  Það er alveg ljóst að við vorum líka án ríkistjórnar svo maður tali nú ekki um Fjármálaeftirlitis. Einhvern veginn er maður farinn að hallast að því að drengurinn sem þar ræður ríkjum sé einflaldega auli og því ber forsætisráðherra ábyrgð á honum líka. Efast um að hann sé sakhæfur strákanginn miðað við hvernig hann tjáir sig ef á hann sönnuðust embættisafglöp.

Mótmælin á Austurvelli og viðar umland hafa verið sjálfsögð til þessa.  Nú eru þau orðin bráðnáuðsynleg og þurfa að verða margfalt sterkari en hingað til.  Það verður ekki lengur unað við að ríkistjórn Geirs H. Haarde sitji lengur að völdum.  Stjórn Seðlabanka verður að fara frá ekki seinna en með morgninu.  Fjármálaeftirlitið verður að fá nýja forystu. Og síðast en ekki síst við eigum ekki að hafa einn einasta Íslending í rannsóknarnefndinni sem rannsakar hrunið og hverjir beri ábyrgð á því.

Þeir sem halda því fram að við eigum ekki að leita að sökudólgum núna eru æði nálægt því að fara með landráð.  Í hverju einasta ríki í Vestur Evrópu væri búið að finna sökudólgana, setja þá af og jafnvel fangelsa þremur mánuðum eftir að glæpurinn varð ljós.  En á Íslandi kemur okkur ekki við hver ber ábyrgðina og þar með sökina.  Og þetta kalla ráðamenn lýðræði.  Annað eins öfugmæli er vandfundið.

 

 


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sögusagnir ganga að ástæðan fyrir óvild dómsmálaráðherra (og Davíðs) út í fyrrverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli hafi verið að hann neitaði að láta handjárna Jón Ásgeir fyrir framan fréttamenn þegar hann kom til landsins til yfirheyrslu vegna baugsmálsins.... Núna vill dómsmálaráðherra ekkert gera í máli fjárglæpamanna. Öðru vísi mér áður brá.

Davíð heldur kannski áfram að segja brandara.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að ég lít ekki á Willem H Buiter sem neinn gvuð og mér finnst áberandi hvað hann er þröngsýnn, varðandi kosti okkar í peningamálum. Hvers vegna einblína sumir svo mjög á Evruna ? Hvers vegna eigum við að eyðileggja alla möguleika okkar um samstarf við ESB, til langrar framtíðar ? Hvers vegna ekki að halda sem flestum möguleikum opnum ?

Því er ekki að leyna, að ég er algjörlega andsnúinn að gefa Brussel óðal feðranna. Hins vegar vil ég að við stöndum rétt að málum og skynsamlega. Okkar bezti kostur núna er að taka upp sterkan innlendan gjaldmiðil sem við baktryggjum með US Dollar. Þetta fyrirkomulag verður undir stjórn Myntráðs.

Með því náum við STRAX stöðugu gengi, lítilli verðbólgu, stöðvum eigna-brunann og getum afnumið lánavísitölu. Ef menn hins vegar vilja ekki stöðugt ástand, þá skulum við fyrir alla muni halda gömlu ónýtu Krónunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 20:56

3 identicon

Loftur, hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að þetta sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar vænti ég, það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri  krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Loftur, hverra hagsmuna ert þú að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?

Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Dunni

Norðmenn eru ekkert sérlega jákvæðir til þess að fáíslensku krónuna í bandalag með þeirri norsku.  Ég veit heldur ekkert hvort það væri neitt sniðugt. Norska krónan hefur fallið verulga gagnvart bæði evru og dollar síðustu mánuðina.

Væri nær fyrir okkur að reyna við Danina. Þeirra króna er bundin evru og hefur haldið sér vel í verði ó ekki séu allir Danir sammála um að þetta sé besta lausnin.  En það er alla vega nærtækara fyrir okkur að tengjast Evrópugjaldmiðli en þeim bandaríska.

Reyndar hafa Lettar lent í vandræðum með lattið sitt núna.  Það er tengt evrunni og er á alltof háu gengi. Efnahagurinn er í rúst og forsetinn í tómu tjóni með aðgerðir sínar.  Hann hélt að það myndi lækna allt að hækka virðisaukann á veitinga og gististöðum um 16%. Það snerist alveg í höndunum á karlinum.  Ferðamenn eru nánast hættir að fara til Riga og Jurmala.  Hótelin og veitingastaðirnir standa tómir og ríkiskassinn er að þorna upp.

Dunni, 19.1.2009 kl. 23:33

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Valsól, þú verður að kynna þér málin betur, áður en þú ríkur af stað í trúboð. Þú ert væntanlega að vísa í áróðursmeistara ESB þá Wade og Buiter. Þeir eru komnið út á hálan ís sem hagfræðingar, ef þeir ætla að gefa pólitísk ráð án rökstuðnings. Ég legg til að þú kynnir þér málið á blogginu mínu. Ég skal gjarnan leiðbeina þér þegar þú hefur lesið þér til.

Það sem þú segir um Ekvador er rangt. Í Ekvador hefur verið efnahagslegur stöðugleiki síðan 2000, þrátt fyrir ríkisstjórn kommúnista sem gera allt sem þeir geta til að eyðileggja efnahagskerfið og koma á alræði. Forseti Ekvador er Rafael Correa, sem nefnir sig "humanist and Christian of the left". Heldstu vinir hans og efnahagsráðgjafar eru Hugo Chavez einræðisherra í Venezúela og Fídel Castró á Kúbu.

Gengisfelling er ekkert annað en þjófnaður og kommúnistar eru manna iðnastir við þann leik. Greinilegt er að Hugo Chávez er potturinn og pannan í tilraunum kommúnista til að skapa byltingarástand í Suður- Ameríku.

Upptaka USD er nærst bezti kostur allra lítilla hagkerfa. Bezti kosturinn er að festa innlendan gjaldmiðil við USD með Myntráði. Um leið er mikilvægt að þjóðir losi sig við spillta stjórnmálamenn og tæki þeirra seðlabankana. Ég vísa til þess sem Steve H. Hanke segir um ástandið í Ekvador:

Steven Hanke, the professor of applied economics at Johns Hopkins University in Baltimore who advised Ecuador on its switch to the dollar in 2000, said Correa may have difficulty abandoning a policy that has popular support.
"Dollarization provided an anchor of stability and kept interest rates and inflation low," Hanke said. "The consequences of abandoning dollarization would be quite negative. He needs to convince the population that he’s right and they’re wrong."
The last country to give up the dollar as its currency was Liberia in 1985, Hanke said. Many Liberians still prefer to use the dollar, he said.

Stöðugur (fastur) gjaldmiðill er forsenda efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðvar eignarýrnun og afnemur lánskjara-vísitölu. Þeir sem vilja láta arðræna sig áfram með jöfnu millibili, ætla að ríhalda í hugmyndina um "sökkvandi flotkrónu".

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband