Páfi enginn eftirbátur postula og lærisveinanna

Það fer ekki á milli mála að páfinn getur brugðið fyrir sig norrænni tungu. Það hefur löngum loðað við kristindóminn að áhangendur hans séu ekki eintyngdir. Man ekki betur en að Postulasagan greini frá því, í 2. kafla, að skömmu eftir upprisu frelsarans hafi læriveinarnir tekið að tala framandi tungum.  Vantrúuð vitni héldu að þeir væru druknir. En svo var víst alls ekki.  Þeir voru bara fullir af heilögum anda sem bauð þiem að mæla á mörgum framandi tungum. 

Ekki fer neinum sögum af því að lýðurinn hafi talað saman á íslensku. Engu að síður er gaman að því að páfarnir skuli nú vera farnir að senda heilagar kveðjur til okkar á kæra móðurmálinu sem er það eina sem greinir okkur frá frá öllum öðrum þjóðum.

Lofaður veri páfnn.


mbl.is Páfi sagði „Gleðileg jól"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú merkilegt að það skuli ekki vera annað sem greinir okkur frá öðrum þjóðum en fjandans tungan.

Þú ert alger snillingur að hafa komist að þessu Dunni. 

Jón Garðar (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Heidi Strand

Það sem aðgreinir ykkur helst frá öðrum þjóðum eru "fjármálasnillingarnir "sem erlendis eru taldir með til önnur "stétt".

Jeg sier som paven: God jul!

Heidi Strand, 26.12.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gleðilegt ár góurinn...Það er mikil synd að Gestur Einar sé hættur á rúv...vilja þeir ekki hafa gullmolanna hjá sér....Nú er Rúv 101, ekki allra landsmanna....Kveðja

Halldór Jóhannsson, 1.1.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, þetta bögglaðist bara ágætlega uppúr honum, kallinum.

Gleðilegt ár, elsku Dunni, vona að nýtt ár verði þér gæfuríkt og gjöfult. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.1.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Dunni

Takk fyrir góðar kveðjur og hlý orð.

 Það er á hreinu að margir koma til með að sakna Gests Einars.  Enhvern veginn held ég líka að fjármálastjóri RÚV eigi eftir að verða var við að G.E. er farinn.  Er til efs um að aðrir starfsmenn hafi skaffað jafn margar auglýsingar í þættina sína og einmitt G. E. J. 

Dunni, 3.1.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband