Skuggamyndir úr ferðalagi.

Gleðilega hátíð.

Skuggamyndir 1Vaknaði tiltölulega snemma í morgun, kl 10:23. Reif mig framúr og setti kaffið yfir sem síðan lagaði sig sjálft meðan ég þreif mig. 

Að þrifnaðinum loknum kveikti ég upp í arninum og settist í stólinn minn og opnaði eina jólabókina, Suggamyndir úr ferðalgi, eftir Óskar Árna Óskarsson.  Það er skemmst frá því að segja að ég stóð ekki upp úr stólnum aftur, nema einu sinni til að bæta bjarkarbútum á bálið í arninum og hugsa örlítið til fólksins sem ég var að lesa um, fyrr en ég hafði lokið lestri bókarinnar.

Það er nokkuð ljóst að svo lengi sem ég dreg lífsandan mun þessi bók aldrei liggja langt undan. Skuggamyndirnar eru einstaklega vel og fallega skrifaðar. Nálægð höfundarins, virðing og væntumþykja á persónunum er svo einstök að maður verður hvað eftir annað snortinn af lestrinum.  Búskapar og lifnaðarhættir fólks á fyrri hluta síðustu aldar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. 

Skuggamydir úr ferðalagi er ein af bestu bókum sem ég hef lesið.  Mér þykir það ekkert verra að höfundurinn er frændi skáldsins sem orti annað af kvæðunum sem ég held mest upp á af þeim sem ég hef lært, "Þá var ég ungur".  Enda fór það svo að þegar ég lauk lestrinum og stóð upp gekk ég beint að borðstofuborðinu, þar sem koníaksflaskan stóð frá kvöldinu áður, og helti mér í glas og skálaði við bókina og höfundin sem á heima hinu megin við Atlandshafið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er nú einn fallegast ritdómur sem ég hef lesið, vinur kær. Hann verður til þess að nú linni ég ekki látum fyrr en ég hef komist yfir þessa bók.

Eigðu gleðilega hátíð með fjölskyldu þinni! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.12.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Ár & síð

Gleðilega rest, vinur. Þetta er nú svo fínt prógram fyrir notalegan dag að ég ætla að fylgja því við fyrsta tækifæri!

Bestu kveðjur til þín og þinna,
Matti

Ár & síð, 28.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband