Liverpool - Marseille 6 - 11

12697Það væri synd að segja að Liverpool hafi sýnt stuðningsmönnum sínum góðan leik á Anfield í kvöld. Liðið var hreinlega lélegt á móti miðlungsliði frá Frakklandi. Glæsilegt mark frá Gerrard og baráttugleði Dirk Kuyt var það eina sem gladdi augað. Reyndar átti Dossena vaxandi leik eftir örvæpntingafulla innkomu.  Rauði herinn gerði þó nóg til að skrapa saman 3 stigum þó glæsibraginn vantaði.  Eiginlega skilur maður ekki hvað Benitez var að hugsa. Að spila 4-5-1 á troðfullum Anfield lýsir ekki miklum metnaði stjórans. Karlinn hefur gleymt að skipuleggja leikinn að þessu sinni.

Gestirnir frá frönsku hafnarborginni voru einfaldlega mun betri úti á grasinu en gestgjafarnir. Tölurnar tala sínu máli um það. 6 - 11 í skotum og 4 - 4 með skot á milli stanganna. Við getum þakkað fyrir að Marseille hefur skorað lítið af mörkum í vetur en fengið á sig mikið af mörkum.  Þess vegna er LFC komið áfram.  

En við getum þakkað Gerrard að LFC er öruggt áfram.  Liverpool án hans er eins og Bítlarnir án John Lennon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband