Veifa undirskrift þjófa og þykjast saklausir

Ef ég legg leið mína í banka og bið um l000000 í lán og fæ það á bankinn fulla kröfu á því að ég borgi peningna til baka að fullu og með vöxtum. Jafnvel þó ég fari með alla peningana í spilavíti í Mónacó eða Las Vegas og tapi hverri einustu krónu.  Ef vinur minn, bankastjórinn, sæi aumur á óheppni minni og rétti mér undirsrkifað plagg sem staðfestingu á því að sökum óheppni minnar þyrfti ég ekki að borga skuldina, væri hann að stela peningum frá bankanum og ég tæki þátt í þjófnaðinum.

Bankastjórar gamla Kaupþings eru því ekkert annað en þjófar ef þeir hafa hjálpað starfsfólki sínu að stela milljörðum króna frá bankanumí formi niðurfellinga á greiðslu hlutabréfa. Og ef þetta er ekki refsiverð spilling þá spyr ég hvað þarf til að vinna sér óhelgi íslenskra laga.  Að stela kókdós Bónus er refsivert.  En svo ætla menn að komast undan eftir að hafa stolið milljörum frá Kaupþingi.

Undirskrift þjófa eru einskis nýtar.  Starfsmennirnir eiga að greriða hverja krónu til baka og bankastjórarnir eiga hvergi betur heima en á Hrauninu eftir tilraun til stórþjófnaðar.


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli almennir hluthafar Kaupþings sem bæði áttu hlutabréf og skuldir hjá Kaupþingi fái sambærileg kjör?

Annars skil ég ekki hvað menn eru að röfla þetta, bankastjórar ráða hverjir eiga pening og hverjir verða gjaldþrota, þannig virka bankar. Ef það kemur íslensku þjóðinni á óvart þá hefði hún kannski átt að kvarta fyrr... ?

Orsök vandans er auðvitað hvernig stjórnvöld stóðu að einkavæðingu á sínum tíma. Að sjálfsögðu hefði átt að fá Danske/Deutsche/Nordea bank til að fjárfesta í íslensku bönkunum frekar en íslensku útrásargeðsjúklingana. Enginn útlendur banki mundi láta svona djöfulsins vitleysu viðgangast.

Burt með bankastjórana, burt með alla lykilstarfsmennina, burt með seðlabankastjórnina, burt með yfirmenn fjármálaeftirlits og burt með ríkisstjórnina - Sjálfstæðisflokkurinn deyji!

Sveinn (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta kallast á góðri Íslensku skattsvik, þjófnaður og bankarán. Skattsvik fyrir að borga 10% fjármagnstekjuskatt af arði hlutabréfa sem þeir áttu ekki, þjófnaður að stinga 90% af arðinum beint í vasann og bankarán að afskrifa skuldir sín á milli. Hvaða dóm ættu þessir menn að fá og hvenær ætli þeir verði dæmdir ?

Sævar Einarsson, 4.11.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það kæmi ákaflega skemmtilega á óvart ef einhverjir verða dregnir fyrir dómstóla vegna falls bankanna. Þarna eiga í hlut svo ríkir og "mætir" menn að dómstólarnir okkar ráða ekkert við þá, samanber allt Baugsmálið. Íslenska réttarkerfið er sniðið að smákrimmum, með dóp í nös og skít undir nöglunum. Huggulegir þjófar og svikahrappar, vel menntaðir og klæddir samkvæmt nýjustu tísku eiga enga samleið með Héraðsdómi og Hæstarétti - langt yfir þann hégóma hafnir.

Björn Birgisson, 4.11.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband