Óhæf ríkistjórn

Verð að segja eins og er að ég varð ekki lítið undrandi þegar ríkisútvarpið greindi frá björgunarpakka ríkistjórnarinnar og hafði heimildirnar eftir netútgáfu Financial Times.

Hvernig í andskotanum stendur á því, ef stjórnin hefur náð samkomulegi um björgunarpakkan, að okkur berist fyrst fréttirnar frá útlöndum.  Ég hef engar forsendur til að leggja mat á það hvort þessi pakki er okkur hagstæður eða ekki.  En einhvern veginn læðist að manni sá grunur að hann sé ekki með þeim hætti sem ríkistjórnin hefði helst kosið sér ef Geir Haarde getur ekki rolast til að greina þjóðinni í eigin persónu frá bjargræðinu. Bjargræðinu sem á að fleyta okkur út úr holskeflunni og gera fólki kleyft að búa á Íslandi á komandi árum.

Ef það er einnig tilfellið að stjórnarandstaðan hafi ekki fengið neinar upplýsingar hvað var í gangi er lítil von til þess að þjóðarsátt náist um aðgerðiranr.  Einhvern vegin heldur maður að þjóðarsátt sé það eina sem getur fleytt okkur inn í framtíðina. 

Rétt áður en fréttin berst frá Financial Times les maður það að Steingrímur Sigfússon, upp á sitt eindæmi, hafi leitað á náðir Norðmanna til þess að bjarga því sem bjargað verður þar sem Rússarnir hafi aldrei ætlað, að einhverri alvöru, að rétta okkur hjálparhönd.

Verð að segja að ég tek það nærri mér að þurfa að viðurkenna að orð hagrfræðiprófessorsins frá Chicago sem segir að íslensk stjórnvöld og Seðlabanka vanhæf og ekki treystandi.

 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Breytt landslag?

Þjóðarsálin hefur verið döpur að undanförnu, eftir hraklegt fall kapítalismans bæði hér heima og vítt og breytt um heiminn. Nú verðum við að taka fagnandi öllum útréttum höndum sem vilja leggja okkur lið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Kreppan hlýtur að breyta flestu í þjóðlífinu til langs tíma. Í breytingum felast tækifæri. Til dæmis í pólitíkinni. Kommúnisminn er löngu dauður, kapítalisminn í andarslitrunum. Hvað er þá eftir? Millistigið, jafnaðarmennskan, til dæmis að hætti frænda vorra á Norðurlöndum.

Nú er líklega besta lag sem leiðtogar flokkanna hér heima hafa fengið til breytinga. Sameina Samfylkingu, Vinstri græna og jafnaðarsinna í Framsókn og hjá Frjálslyndum. Takist það breytist landslagið heldur betur. Slíkur jafnaðarmannaflokkur yrði yfirburðaafl og leiðandi í landsmálunum.

Við þurfum að skapa nýtt þjóðfélag. Viljum við bara blása eld að glæðum hins hrunda samfélags, eða viljum við byggja upp á nýtt - og þá hvernig?

Nú er lag - eða hvað?

Björn Birgisson, 20.10.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Dunni

Það er grundvallar atriði að fjarlægja Sjálfstæðisflokkinn út úr stjórnaráðinu.  Við getum aldrei endurunnið trúnað í samfélagi þjóðanna með brennuvarga samfélagsins í framsætinu.

Nú þarf að mynda nýja stjórn í hvelli sem leysir mesta vandan núna. Svo á það að verða næsta verkefni að undirbúa nýjar kosningar.  Við þurfum nýtt fólk í fylkingarbrjóst.

Dunni, 20.10.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Björn Birgisson

Var að horfa á Kompás. Trúi að mikið hafi veri' svindlað. Þannig er það alltaf þegar menn hafa tækifæri til. Bankakerfismenn hvetja menn til afbrota, til að upphefja sjálfa sig, koma sér í mjúkinn hjá "meintum auðmönnum" sleikja svo upp molana sem hrökkva af borðum þeirra, þess vegna æluna, fullvitandi um gagnvirkni afbrota þeirra.

Hvað gerum við nú?

1. Frystum alla reikninga sem nokkur leið er að koma höndum yfir.

2. Bjóðum þessum topp 30 "auðmönnum"  að gera allt sitt upp og koma með allt sitt að uppbyggingu Nýja Íslands.

3. Ef þeir sinna því á engan hátt, tjá sig engan veginn um sinn þátt í vandræðum þjóðarinnar, telja sig stikkfrí vegna utanaðkomandi kreppu - þá er bara eitt eftir.

4. Að selja veiðileyfi á þá.

Björn Birgisson, 20.10.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Dunni

Galinn er bara sá að þeir gerðu ekert "rangt" eftir laganna bókstaf sem Davíð g Halldór bjuggu þeim áður en útrásin hófs.

Þeir voru gráðugir sem er löglegt en að sjáfsögðu siðlaust.  "Það kenndi hún amma mín mér."  En bankamennirnir sem lugu sparífé fólks út af bankabókum til að fjárfesta í hlutabréfasjóðum brutu lög til að þóknast auðmönnunum sem "áttu" þá.  Það er lögbrot og í þokkabót siðlaust.

Dunni, 21.10.2008 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband