Ný kynslóð þjálfara á Íslandi

Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með íslenska fótboltanum úr fjarlægð í sumar. Svo virðist sem deilidin hafi ekki verið sterkari í mörg herrans ár.  Það sýna úrslitin. Allir gátu unnið alla. Það sem kom kannski mest á óvart var hið ótrúlega slaka gengi ÍA.

Það sem mér finnst einstaklega jákvætt er að sjá að upp er að koma á eyjunni ný kynslóð "topp þjálfara."  Bæði Ólafur Kristjánsson og Kristján Guðmundsson koma með reynslu frá Norðurlöndunum þar sem þeir höfðu báðir staðið sig mjög vel og vakið athygli fyrir störf sín. Kristján í Svíþjóð og Ólafur í Danmörku. Vonandi að þeir haldi sig heima á Íslandi í mörg ár til vibótar.

Þá hafa Heimir Guðjónsson og Ásmundur Arnarson stimplað sig inn sem miklu meira en meðaljónar sem þjálfarar í efstu deildinni.  Heimir kórónar sitt fyrsta ár sem þjálfari með Íslandsmeistaratitli. Ekki margir sem hafa náð þeim árangri.  Ásmundur stýrði hinu unga Fjölnisliði örugglega í gegnum tímabilið og var lengi vel meðal efstu liða en ekki í fallbaráttunni eins og spáð hafði verið.  Flottur árangur og í samræmi við það frábæra uppbyggingastarf í Grafarvoginum sem forráðamenn Fjölnis hafa staðið fyrir.

Þá er árangur Þorvalds Örlygssonar ekkert til að fúlsa yfir. Hann tekur við handónýtu Framliði sem verið hafði eins og jójó á milli deilda síðustu árin. Í ár tylltu  Safamýrarmenn sér aftur á meðal hinna stóru og með sama áframhaldi verða þeir þar næstu árin.

Skagatvíburarnir Bjarki og Arnar hafa sannað sig sem þjálfarar þó þeim hafi ekki tekist ætlunarverk sitt í sumar. Vonandi að þeir haldi sér í boltanum í mörg ár til viðbótar.

Það er því bjartviðri undan í íslenska boltanum. Loksins eigum við marga unga toppþjálfara sem lyft geta íslenskum fótbolta nær því sem Norðurlandaboltinn er. Engin vafi að gömlu refirnir Jankó og Logi hafa fengið verðuga yrðlinga að etja kappi við.    


mbl.is Ólafur hefur fullan hug á að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ef Breiðablik endurræður þjálfara sem kemur þeim í áttunda sæti efstu deildar þá er ekki mikill metnaður í Kópavogi, ég segi nú ekki annað, þetta er mjög slakt hjá Ólafi með þennan fína mannskap.

Skarfurinn, 1.10.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Dunni

Ekki veit ég hverdu "fínn" mannskapurinn hjá Blikum er. En ég veit það eitt að Ólafur gat sér mjög góðs orðs meðan hann þjálfaði hjá Århus.

Að ætla sér að kenna Ólafi um að Breiðablik hafi ekki náð nema 8. sæti er þó æði grunnhyggin hugmynd. Alla vega ef maður skoðar sögu Breiðabliks í gegnum árin.  Kópavogsliðið hafði áratugum saman einhverja bestu aðstöðu sem fyrir fanst á Íslandi.  Liðið fékk fyrstu "stúkuna" ef kalla má kumbaldan stúku.  Liðið var fyrst allra liða á landinu til að fá upphitaðan fótboltavöll. Veit ekki hvort nokkurt lið býr við þann líksus í dag. Blikarnir fengu líka einhverja bestu æfingaðastöðu sem fannst á SV-horninu þegar gervigrasvöllurinn kom.

Síðan má geta þess að ekkert lið hafði jafn stóra og örugga tekjuöflun og Blikarnir fengu með með "brúarsamningnum" á sínum tíma.  Liðið hefur sem sagt haft allra bestu aðstöðu allra liða landsins til að sýna eitthvað á vellinum. 

En hvað segir sagan.  Það eru áratugir síðan Breiðablik gat talist í hópi góðra knattsapyrnuliða. Og það tímabil stóð stutt yfir.  Liðið hefur aldrei unnið neitt sem um getur en hefur verið eins og jójó á milli deilda.  Allan stöðugleika vantar í liðið og þannig hefur það verið í mörg ár áður en Ólafur kom að liðinu.

Það er því deginum ljósara að ef menn vilja Blikana aftur í toppbaráttuna þurfa þeir að taka til á kontórunum hjá sér.  Svo virðist sem knattspyrnuleg uppbygging, eins og gerðist með bæði með körfuboltan og handboltan, hafi verið í molum. Öll liðin hafa oft haft úrvals þjálfurum á að skipa án þess að það leiddi til árangurs.  Íþróttalegstjórnun hefur því miður verið nánast óþekkt á Blikasvæðinu ef maður á að taka mark á sögunni.

Það heimskulegasta sem félagið gæti gert nú væri að reka Ólaf. En samt tel ég ekkert litlar líkur á að svo fari. Saga Blikana er bara þannig. Því miður.

Dunni, 1.10.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Innilega sammála Dunna í pistlinum um nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara á Íslandi og mjög góða frammistöðu þeirra fjögurra þjálfara sem hann nefnir. Ég tel Ólaf Kristjánsson í þeim hópi, jafnvel þótt Breiðablik hafi endað í 8. sæti Landsbankadeildarinnar 2008. Það er ekki eingöngu hægt að miða hæfni þjálfara út frá því hvaða sæti lið þeirra hafna í, ekki nema öll félögin hafi nákvæmlega jafn góðum leikmönnum á að skipa. Ég þykist vita að Óli sé óánægður með útkomuna, en undir hans stjórn lék Breiðablik mjög vel í mörgum leikjum, þótt botninn hafi aðeins dottið úr undir lokin. Og það má ekki gleyma þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem hann gaf tækifæri s.l. sumar. Nokkrir unnu sér sæti í landsliðum okkar, A og U-21 og einhverjir eru á leið í atvinnumennsku, nú eða síðar. Við erum að tala um leikmenn sem fáir þekktu fyrir keppnistímabilið 2008. Þjálfarinn hlýtur að eiga töluvert í frammistöðu þessara bráðefnilegu leikmanna. Ég vona að Blikar og Óli læri af reynslu nýliðins Íslandsmóts en haldi áfram að gleðja knattspyrnuáhugamenn með jákvæðri og góðri knattspyrnu, gjarnan með meiri árangri í stigasöfnun.
Með fótboltakveðju
Hörður Hilmarsson

Hörður Hilmarsson, 2.10.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband