Skjálfti í Keflvíkingum

Er það nú fullmikið hjá Keflvíkingum að fara á taugum þó FH sé að vinna Breiðablik. Maður verður þó að vona að skjálftinn verði ekki svo mikill að liðið fari á límingunum og hrynji eins og spilaborg á endasprettinum.

Það yrði nú saga til næsta bæjar ef skræfuskapurinn yrði Keflvíkingum að falli þegar þeir eru komnir með tvær krumlur á Íslandsmeistarabikarinn.


mbl.is Keflvíkingar farnir á æfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Vona að Keflavík taki þetta Dunni, tveir með ættir sýnar hingað í liðinu eins og þú kannski veist, Jón Gunnar Eysteinsson og Guðmundur Mete. En það kemur bara í ljós. Bestu kveðjur til Norge.

Grétar Rögnvarsson, 25.9.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Heidi Strand

Hverjir eru bestir?

Heidi Strand, 27.9.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Dunni

Einhvern veginn er það nú þannig að Keflavík stendur ekkert nærri hjarta mínu hverjir svo sem leika með þeim.  Gummi er einn af þeirra bestu leikmönnum og eiginlega ótrúlegt að hann skuli ekki vera að sila á Norðurlöndunum.  Han stóð sig mjög vel í Svíþjóð.  Góður kunningi minnnog fyrrum þjálfari Stabæk í Noregi og Hammarby í Svíþjóð sagði mér að hann væri sú leikmannatýpa sem hann sæktist eftir í sín lið.  Það var gott að heyra.  Veit ekki hvað Linderoth hefði sagt um afa hans hefði hann séð hann í aksjón sínum tíma.

Sá Gumma spila með Keflavík á móti Lilleström hér um árið og þá var hann einn besti maður liðsins. 

Heidí.

FH eru lang-bestir.

Dunni, 28.9.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband