Læknaði hlustaverk með kossi á brjóstin

 

 

Kona nokkur, í bænum Sarpsborg í Austfold fylki í Noregi, þjáðist af vægum hita og hlustaverk.  Ekkert var því eðlilegra fyrir konuna en að bregða sér á heilsugæsluna og fæa lækni til að binda enda á kranknleika sinn.

Þegar hún komst loks að hjá lækninum  voru aðferðir aðferðir ekki alveg eftir bókinni. Alla vega leist konunni ekki alveg á vinnubrögðin.  Hann byrjaði á að kíkja inn í eyru hennar sem hlýtur að teljast normalt þegar fólk er með hlustaverk.

En síðar færðist fjör í doksa. 

Hann baðkonuna að fara úr að ofan því hann ætlaði að hlusta lungu hennar.  Konunni þótti það einkkennilegt athæfi við hlustaverk en gerði þó eins og læknirinn bað um.  Hún hafði ekki fyrr farið úr peysunni að hann byrjaði að hlusta hana í bak og fyrir.  Því næst tók hann brjóst hennar út úr brjóstahaldaranum kreisti þau um stund áður en hann bað hana að leggja sig á bekkinn.  Enn þótti konunni lækninrinn fara ótroðnar slóðir í lækningu sinni en hún gerði þó eins og hann bað um.

  

Þegar konan var lögst á bekkinn fók fyrst steininn úr. Doktorinn byrjaði að kyssa brjóst hennar og dást að því hve þau væru falleg.  Er hér var komið gerði konan sér grein fyrir því að það var eitthvað allt annað en að lækna hlustaverkinn sem læknirinn hafði í hyggju. Nokkuð sem hún vildi ekki taka þátt í. 

Hún stóð því upp og þakkaði lækninum sem nú gerðist hann enn djarftækari og læddi hendinni niður í buxnastreng hennar.  Konunni brá að sjálfsögðu og snar  hætti við að þakka fyrir meðferðina heldur hljóðaði upp og skipaði honum að hætta þessari ágengni. Því næst dreif frúin sig í peysuna og hljóp út af leikstofu læknisins. Á ganginum hitti hún hjúkrunarkonu og sagði henni sínar farir ekki  sléttar.  Sú ráðlagði henni að kæra málið til lögreglu sem hún og gerði

 

Lægreglan í Austfold virðist hafa nóg að gera. Allavega fékk konan með hlustaverkinn litla hjálp. Því nokkrum dögum eftir kæruna fékk hún tilkynningu um að laganna verðir myndu ekki aðhafast frekar í máli hennar.

Auðvitað lét konan ekki staðar numið og kærði til heilbrigðisnefndar fylkisins. þar var tekið á málinu og við rannsókn þess kom í ljós að a.m.k tveir læknar við þessa sömu heilsugæslustöð höfðu á þriggja mánaða tímabili beitt sjúklinga sína kynferðislegu áreiti. 

GÞÖ

http://orangetours.no/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband