Ríki og Kirkja

það gekk ekki báráttulaust fyrir norksu kirkjuna að fá að skipa biskupa sína sjálf. Umræður um ríkiskirkju eða sjálfstæða kirkju hafa lengi verið í gangi í konungsríkinu.   Kirkjuráð og biskupar hafa krafist algers sjálfstæðis kirkjunnar en kirkjumálaráðherrara, hver eftir annan, hafa haldið fast í "sitt".

 Ríkistjórnin lofaði þó kirkjunni auknu sjálfstæði en aftók með öllu að hún fengi að skipa biskupana sjálf. Þar vildi ráðherrann hafa tögl og haldir.  Kirkjan verður þó enn ríkisrekin nokkuð sem muslimum, hindúum og örðum trúfélögum finnst óréttlætanleg mismunun.   

Nú er það svo að Noregur er fjölmenningarríki.  Hér gæti hæglega komið upp sú staða að muslimi yrði kirkjumálaráðherra.  Sá gæti þess vegna skipað mulla Krekar biskup.  Hann er jú trúarleiðtogi.

Bókstafstrúarfólk innan kirkjunnar er annars allt annað en ánægt með þróun mála hinnar lúthersku ríkistrúar.  Þeim finnst ríkistjórnin á góðri leið með að afkristna Noreg með því að leggja niður kennslu í ristnum fræðum en taka þess í stað upp "húmanísk fræði" þar sem öllum trúarbrögðum er gert jafn hátt undir höfði.

GÞÖ

http://orangetours.no/

 


mbl.is Losað um tengsl ríkis og kirkju í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að ríkið sé að vasast í trúarbrögðum er vísbending um geðheilsu þegna þess

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það er athyglisvert að kirkjan vil losna frá ríkinu en ríkið vill ekki losna við hana.

Grétar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 10.4.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Dunni

Margir stjónmálamenn konungsríkisins óttast að hér eftir eigi samkynhneigðir karlkynsprestar og konur litla möguleika á að geta orðið sér úti um biskupsembætti.  Fólk óttast að kirkjan hverfi aftur í miðaldahugsjónina.

Dunni, 10.4.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband