Sorglegur atbuður


Aðfaranótt þriðjudags hringdi maður nokkur á lögreglustöðina í Ósló og sagði að kona sín lægi örend í rúminu.  Er lögreglan kom á vettvang tók 30 ára gamall Afgani á móti þeim og sagði að hann hefði orðið konu sinni að bana.

 

En það var ekki bara hin 25 ára gamla kona mannsins í húsinu.  Þau áttu nefnilega 18 mánaða gamalt barn sem nú er munaðarlaust þar sem faðirinn var að sjálfsögðu fluttur á lögreglustöðina og eftir stutta skýrslutöku settur í varðhald.

 

Atburðir sem þessi eru ekkert óalgengir meðal nýbúa í Noregi.  Oftast eru það muslimar sem eiga hlut að máli. Þá er það yfirleitt svokölluð heiðursmorð sem um er að ræða og þá í tengslum við að einhver dóttir og eða systir hefur orðið  ástfangin í kristnum villutrúarmanni. Þá er voðinn vís því islamskar stúlkur hafa ekki leyfi til að giftast kristnum mönnum eða gyðingum þó svo að islamskir karlmenn geti valið sér konuefni úr flestum trúsamfélögum.

 

Hinn ólánsami eiginmaður og morðingi konunnar kom sem flóttamaður frá Afganistan til Noregs árið 2001.  Þremur árum seinna fékk kona hans leyfi til að koma til landsins á þeirri forsendum að um sameiningu fjölskyldunnar væri að ræða. Þeim verður síðan barns auðið fyrir hálfu öðru ári síðan.  Og nú er þessi fjölskylda ekki til lengur. Konan dáin, maðurinn bak við lás og slá og barnið í umsjá barnaverndarinnar.

 

Enn er ekki komið í ljós af hverju maðurinn tók lífið af konu sinni. En eitt er víst að þau hafa alls ekki haft það neitt sérlega gott, þrátt fyrir velvilja flestra Norðmanna. Flóttafólk frá Afganistan er nefnilega alls ekki eins og venjulegir innflytjendur.  Flestir hafa búið við kúgun og ofbeldi þarlendra stjórnvalda árum saman og vita varla hvað það er að hafa það notalegt á heimili sínu eða annars staðar í samfélaginu. Afganistan er ekki velferðarsamfélag eins og við þekkjum best sem búum á Norðurlöndum.

 

Undanfarið hafa um þrír tugir Afgana að mótmæla, fyrir framan Stórþingið, að þeir fá ekki hæli í Noregi. Það á að senda þá til Suður-Afganistan þar sem þeir segja að ekkert bíði þeirra annað en dauðinn. Norsk stjórnvöld segja að það sé bara vitleysa. Þau segjast vera búin að kanna ástandið og það sé alveg öruggt fyrir flóttafólkið að snúa heim núna.  Fyrir tveimur dögum, eftir að lögreglan hafði handsamað mótmælendurna til þess að senda þá til síns “heima”, bárust svo fréttir um að margir Afgnana hefðu kastað hinni islömsku trú og tekið kristna.  Þá þurfti að endurmeta stöðuna.  Sérstaklega í ljósi orða forseta Afganistan sem staðfesti að landið væri islamskt land og þannig yrði það árfram. Þeir sem hefðu hugsað sér að breyta því myndu engu týna nema lífinu.

 

Eftir þessi orð forsetans og beiðni biskupsins í Ósló ákváðu norsk stjórnvöld að fresta því að kasta flóttafólkinu út úr konungsríkinu. Aftur var Afgönunum komið fyrir í nánast lokuðum “fóttamannafangabúðum” þar sem þeir bíða ráðviltir eftir að norskstjórnvöld ákveði örlög þeirra.   

 

Á sama tíma og Nroðmenn vilja senda flóttafólkið heim, til suður Afganistan, neita norsk stjórnvöld að senda herstyrk til þess landshluta til að hjálpa meðbræðrum sínum í NATO að halda uppi lögum og reglu í landshlutanum. Þeir segja nefninlega að ástandið þar sé alltof ótryggt fyrir hermenn sína.  En það er í lagi að senda vopnlaust fóttafólkið í opinn dauðann fram fyrir byssukjafta skæruliðanna.

 

Er það nema von að blessað fóttafólkið ruglist í ríminu og fremji voðaverk í örvinglan sinni þegar hinir svokallaðir velgjörðamenn þeirra tala tveimur tungum og út og suður.      


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband